Skilmálar

Neðangreindir skilmálar gilda fyrir vefverslun Rökkur Reykjavík. Vinsamlegast kynntu þér þá vandlega áður en þú pantar vörur á www.rokkurrvk.is

Rökkur Reykjavík áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara.

Öll verð í netverslun eru með 24% virðisaukaskatti (VSK). Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.

Hægt er að borga með korti eða millifærslu.

Þegar þú verslar á www.rokkurrvk.is getur þú valið á milli þess að sækja í verslun eða fengið pöntunina þína senda með Íslandspósti.

Þú getur valið að fá pöntunina þína senda beint heim, póstbox eða á næsta pósthús (Ath á sumum stöðum er ekki póstbox né hægt að fá sent heim að dyrum, vinsamlegast kynnið ykkur það)

1200 kr sendingargjald leggst ofan á pöntun.

Veljir þú póstsendingu getur þú nálgast pakkann þinn á næsta pósthúsi eftir 1-3 virka daga (athugið að á mörgum stöðum úti á landi er pakkinn keyrður beint heim þar sem pósthús er ekki nálægt).

Við leggjum metnað í að varan berist til þín í fullkomnu ásigkomulagi. Þess vegna ábyrgjumst við vandaða pökkun og frágang vörunnar áður en hún fer frá okkur.

Rökkur Reykjavík er staðsett á Köllunarklettsvegi 4.

Ef vara er ekki til á lager verður haft samband við kaupanda.

Samkvæmt reglum um rafræn kaup, mátt þú hætta við kaupin innan 14 daga frá móttöku vörunnar að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalega ástandi. Skyldir þú vilja skila eða skipta vörunni sem þú keyptir er það ekkert mál.

Þú getur annað hvort skipt vörunni í verslun gegn sölunótu eða haft samband við okkur með því að senda tölvupóst á rokkurrvk@rokkurrvk.is. Endursenda má vöru til Rökkur Reykjavík, Köllunarklettsvegi 4, 104 Reykjavík. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Ekki er hægt að skipta eða skila sérpöntunum nema ef um gallaða vöru er að ræða.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.